Enginn skorað fleiri úrvalsdeildarmörk fyrir West Ham en fyrrum hægri bakvörðurinn Antonio Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 15:01 Michael Antonio fagnar fyrra marki sínu í 4-1 sigrinum gegn Leicester City. Rob Newell/Getty Images Michael Antonio skoraði tvívegis í 4-1 sigri West Ham United á Leicester City í gærkvöld. Hann hefur nú skorað 49 mörk fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni og er þar af leiðandi markahæsti leikmaður Hamranna í deild þeirra bestu á Englandi. Það er síðan hún var sett á laggirnar árið 1992. Áhugaverð staðreynd þegar horft er til þess að Antonio var á sínum tíma notaður sem hægri bakvörður. Frá því að David Gold og David Sullivan keyptu West Ham United í janúar 2010 hefur félagið sótt – keypt eða fengið á láni - 49 framherja. Fúlgum fjár hefur verið eytt í þennan gríðarlega fjölda framherja, allt með það að markmiði að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa sótt leikmenn á borð við Mido, Benni McCarthy, Jordan Hugill, Wellington Paulista, Marouane Chamakh, Marco Borriello, Nene, Nikica Jelavic, John Carew, Albian Ajeti, Modibo Maiga, Simone Zaza, Emmanuel Emenike, Robbie Keane, Ashley Fletcher, Lucas Perez, Carlton Cole, Andre Ayew, Enner Valencia, Javier Hernandez, Mauro Zarate, Andy Carroll, Diafra Sakho, Demba Ba og Sebastian Haller þá er það Michael Antonio, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, sem hefur nýtt tækifærið. I LOVE FOOTBALL, I LOVE SCORING GOALS, I LOVE MAKING HISTORY, I LOVE THIS TEAM AND I LOVE EVERYONE WHO HELPED ME GET TO WHERE I AM TODAY #49NotOut pic.twitter.com/OJLndy26MV— Michail Antonio (@Michailantonio) August 24, 2021 Sá fór í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að David Moyes tók við liðinu á nýjan leik en Slaven Bilić, fyrrum þjálfari liðsins, hafði ætlað að gera Antonio að hægri bakverði. Fyrir leikinn í gær var Antonio jafn goðsögninni Paolo di Canio með 47 úrvalsdeildarmörk. Það var því við hæfi að Antonio, sem er loksins kominn í treyju númer 9 hjá félaginu, hafi fagnað 48. marki sínu fyrir West Ham með … sjálfum sér. Þar kom bersýnilega í ljós að hinn 31 árs gamli Antionio tekur lífinu ekki of alvarlega. „Við vorum að ræða þetta fyrr í vikunni og ég sagði að besta fagnið væri eins og í Save The Last Dance. Kannski gæti einhver lyft mér upp eins og Baby? En ég fékk pappa útgáfu frekar og lyfti henni upp.“ When you've just made history, how would you celebrate?If you're Michail Antonio you lift up, dance with and kiss a cardboard cut-out of yourself! #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2021 Ljóst er að Antonio hefur aðeins ruglast á kvikmyndum en Baby er úr Dirty Dancing frá áttunda áratugnum en ekki Save The Last Dance sem kom út um aldamótin. „Ég er mjög ánægður. Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Antonio í fyrri hálfleik en hann gerði nóg til að þagga niðri í mér í síðari hálfleik,“ sagði gleðigjafinn Moyes að leik loknum. West Ham er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tvo sigra úr tveimur leikjum til þessa. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Áhugaverð staðreynd þegar horft er til þess að Antonio var á sínum tíma notaður sem hægri bakvörður. Frá því að David Gold og David Sullivan keyptu West Ham United í janúar 2010 hefur félagið sótt – keypt eða fengið á láni - 49 framherja. Fúlgum fjár hefur verið eytt í þennan gríðarlega fjölda framherja, allt með það að markmiði að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa sótt leikmenn á borð við Mido, Benni McCarthy, Jordan Hugill, Wellington Paulista, Marouane Chamakh, Marco Borriello, Nene, Nikica Jelavic, John Carew, Albian Ajeti, Modibo Maiga, Simone Zaza, Emmanuel Emenike, Robbie Keane, Ashley Fletcher, Lucas Perez, Carlton Cole, Andre Ayew, Enner Valencia, Javier Hernandez, Mauro Zarate, Andy Carroll, Diafra Sakho, Demba Ba og Sebastian Haller þá er það Michael Antonio, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, sem hefur nýtt tækifærið. I LOVE FOOTBALL, I LOVE SCORING GOALS, I LOVE MAKING HISTORY, I LOVE THIS TEAM AND I LOVE EVERYONE WHO HELPED ME GET TO WHERE I AM TODAY #49NotOut pic.twitter.com/OJLndy26MV— Michail Antonio (@Michailantonio) August 24, 2021 Sá fór í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að David Moyes tók við liðinu á nýjan leik en Slaven Bilić, fyrrum þjálfari liðsins, hafði ætlað að gera Antonio að hægri bakverði. Fyrir leikinn í gær var Antonio jafn goðsögninni Paolo di Canio með 47 úrvalsdeildarmörk. Það var því við hæfi að Antonio, sem er loksins kominn í treyju númer 9 hjá félaginu, hafi fagnað 48. marki sínu fyrir West Ham með … sjálfum sér. Þar kom bersýnilega í ljós að hinn 31 árs gamli Antionio tekur lífinu ekki of alvarlega. „Við vorum að ræða þetta fyrr í vikunni og ég sagði að besta fagnið væri eins og í Save The Last Dance. Kannski gæti einhver lyft mér upp eins og Baby? En ég fékk pappa útgáfu frekar og lyfti henni upp.“ When you've just made history, how would you celebrate?If you're Michail Antonio you lift up, dance with and kiss a cardboard cut-out of yourself! #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2021 Ljóst er að Antonio hefur aðeins ruglast á kvikmyndum en Baby er úr Dirty Dancing frá áttunda áratugnum en ekki Save The Last Dance sem kom út um aldamótin. „Ég er mjög ánægður. Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Antonio í fyrri hálfleik en hann gerði nóg til að þagga niðri í mér í síðari hálfleik,“ sagði gleðigjafinn Moyes að leik loknum. West Ham er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tvo sigra úr tveimur leikjum til þessa.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55