Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 08:39 Bandarískir landgönguliðar standa vörð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Vísir/EPA Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust. Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið. Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið.
Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36
Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14