Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 14:31 Klopp var ánægður með sína menn en öllu ósáttari við Mike Dean, dómara. Catherine Ivill/Getty Images „Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með. Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira