Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2021 12:20 Katrín Jakobsdóttir segir að hana hafi misminnt hvernig reglurnar væru á íþróttaleikjum utandyra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira