Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2021 12:20 Katrín Jakobsdóttir segir að hana hafi misminnt hvernig reglurnar væru á íþróttaleikjum utandyra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira