„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2021 23:31 Zara Rutherford var með bros á vör er hún ræddi við fréttamenn skömmu eftir komuna til landsins. Vísir/Egill Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira