Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferðamannanna sem eru mishressir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2021 16:01 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur haft umsjón með farsóttarhúsunum frá því að faraldurinn hófst. Fyrst við Rauðarárstíg en síðan hefur þeim fjölgað. Með nýju húsi á Akureyri verða þau fimm. Vísir/Vilhelm Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun. Ísraelsku ferðamennirnir, sem eru komnir á efri ár, eru sumir hverjir komnir til síns heima. Fimm voru fluttir til Ísraels á þriðjudag og fjórir fóru úr landi í gær. Þeirra á meðal kona sem lögð hafði verið inn á gjörgæslu að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir enn hátt í þrjátíu ísraelska ferðamenn með Covid-19 á farsóttarhúsinu. Allur gangur sé á því hvernig fólkið hafi það. Uppiskroppa með lyfin sín „Þetta er allt mjög fullorðið fólk og þau hafa verið mishress,“ segir Gylfi og vísar til annarra mála sem þurfi að sinna. Fólk verði uppiskroppa með lyf og ýmislegt annað sísl sem fylgi háum aldri. Hann segir ísraelska sendiráðið vinna í því að koma fólkinu til síns heima en þekki ekki hvernig þau mál standi. Sendiráðið er ekki staðsett á Íslandi heldur í Noregi sem væntanlega flýtir ekki fyrir lausn í málinu. Almennt sé staðan þó þannig í faróttarhúsinu að það fjölgi á hverjum degi. „Það er ekkert skrýtið á meðan það eru hundrað plús smit í samfélaginu á hverjum degi,“ segir Gylfi. 218 gestir dvelja í húsnæði Rauða krossins sem er annars vegar tvö hús í Þórunnartúni og hins vegar tvö á Rauðarárstíg. Jaðarhópar áfram í sóttkví Af gestunum 218 eru 176 í einangrun. Stór hluti afgangsins eru fangar af Vernd en starfsemi þar lamaðist eftir að smit kom upp í húsakynnum Verndar. Þá segir Gylfi jaðarhópa á borð við heimilislausa og hælisleitendur í sóttkví í húsnæðinu enda eigi fólkið ekki í önnur hús að vernda. Margt hafi breyst í ágúst þegar ákveðið var að hætta að taka við ferðamönnum sem vildu taka út sóttkví í farsóttarhúsi. Við það hafi losnað um mikið pláss en farsóttarhúsin voru yfirfull í júlí og komust færri að en vildu. Nýtt hús á Akureyri „Ég á alltaf pláss fyrir einangrun, fyrir þá sem þurfa hana nauðsynlega. Auðvitað er best ef fólk getur verið heima hjá sér en eftir að við losnuðum við ferðamennina þá opnaðist mikið rými fyrir okkur sem við erum að nýta.“ Til stendur að opna farsóttarhús á Akureyri á næstu dögum. Þar verður pláss fyrir átta í einangrun. „Það er gert í ljósi þess að bæði varð smit í Grímsey sem gott er að fylgjast með. Þaðan er langt í læknisþjónustu. Eins hefur veiran verið að láta kræla á sér í Eyjafirðinum,“ bætir Gylfi við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tengdar fréttir Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29 Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Ísraelsku ferðamennirnir, sem eru komnir á efri ár, eru sumir hverjir komnir til síns heima. Fimm voru fluttir til Ísraels á þriðjudag og fjórir fóru úr landi í gær. Þeirra á meðal kona sem lögð hafði verið inn á gjörgæslu að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir enn hátt í þrjátíu ísraelska ferðamenn með Covid-19 á farsóttarhúsinu. Allur gangur sé á því hvernig fólkið hafi það. Uppiskroppa með lyfin sín „Þetta er allt mjög fullorðið fólk og þau hafa verið mishress,“ segir Gylfi og vísar til annarra mála sem þurfi að sinna. Fólk verði uppiskroppa með lyf og ýmislegt annað sísl sem fylgi háum aldri. Hann segir ísraelska sendiráðið vinna í því að koma fólkinu til síns heima en þekki ekki hvernig þau mál standi. Sendiráðið er ekki staðsett á Íslandi heldur í Noregi sem væntanlega flýtir ekki fyrir lausn í málinu. Almennt sé staðan þó þannig í faróttarhúsinu að það fjölgi á hverjum degi. „Það er ekkert skrýtið á meðan það eru hundrað plús smit í samfélaginu á hverjum degi,“ segir Gylfi. 218 gestir dvelja í húsnæði Rauða krossins sem er annars vegar tvö hús í Þórunnartúni og hins vegar tvö á Rauðarárstíg. Jaðarhópar áfram í sóttkví Af gestunum 218 eru 176 í einangrun. Stór hluti afgangsins eru fangar af Vernd en starfsemi þar lamaðist eftir að smit kom upp í húsakynnum Verndar. Þá segir Gylfi jaðarhópa á borð við heimilislausa og hælisleitendur í sóttkví í húsnæðinu enda eigi fólkið ekki í önnur hús að vernda. Margt hafi breyst í ágúst þegar ákveðið var að hætta að taka við ferðamönnum sem vildu taka út sóttkví í farsóttarhúsi. Við það hafi losnað um mikið pláss en farsóttarhúsin voru yfirfull í júlí og komust færri að en vildu. Nýtt hús á Akureyri „Ég á alltaf pláss fyrir einangrun, fyrir þá sem þurfa hana nauðsynlega. Auðvitað er best ef fólk getur verið heima hjá sér en eftir að við losnuðum við ferðamennina þá opnaðist mikið rými fyrir okkur sem við erum að nýta.“ Til stendur að opna farsóttarhús á Akureyri á næstu dögum. Þar verður pláss fyrir átta í einangrun. „Það er gert í ljósi þess að bæði varð smit í Grímsey sem gott er að fylgjast með. Þaðan er langt í læknisþjónustu. Eins hefur veiran verið að láta kræla á sér í Eyjafirðinum,“ bætir Gylfi við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tengdar fréttir Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29 Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07