Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 10:32 Vopnaðir talibanar á götum Kabúl. AP/Rahmat Gul Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af. Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001. Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001.
Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18