Borðar tómat til að hafa eitthvað fyrir stafni í einangrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2021 21:18 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er allur að koma til eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum. Hann segist hafa glatað bragð- og lystarskyni og borða tómata til að hafa eitthvað fyrir stafni. „Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
„Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40