Borðar tómat til að hafa eitthvað fyrir stafni í einangrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2021 21:18 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er allur að koma til eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum. Hann segist hafa glatað bragð- og lystarskyni og borða tómata til að hafa eitthvað fyrir stafni. „Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40