Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 13:29 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sér um að flytja ferðamennina af sóttvarnarhúsum og Landspítala og út á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón. Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón.
Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira