Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 14:02 Röðin sem myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag var gríðarlega löng. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira