Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 10:18 Malala Yousafzai var aðeins fimmtán ára gömul þegar talibanar skutu hana fyrir að berjast fyrir réttindum stúlkna til náms í Pakistan. Vísir/EPA Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug. Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels. Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53
Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07
Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31