Ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 12:01 Kristall Máni hefur spilað frábærlega undanfarnar vikur. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason átti magnaðan leik er Víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik í Árbænum síðan 1993. Kristall Máni skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og var óheppinn að bæta ekki við mörkum. Þá bjó hann til fjölda færa fyrir samherja sína. Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04
Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn