Hrósaði Mo Salah fyrir að sýna hvorki eigingirni né leikaraskap í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 09:46 Mohamed Salah fagnar sögulegu marki sínu á móti Norwich City en hann varð þá fyrstur til að skora í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fimm ár í röð. AP/Rui Vieira Garth Crooks sér um að velja lið umferðarinnar á vef breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Liverpool áttu flesta leikmann í fyrsta úrvalsliði tímabilsins. Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton). Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira