Hefðu átt að fjölga gjörgæslurýmum í fyrstu bylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 10:14 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir. Heibrigðisyfirvöld hefðu átt að nýta meðbyr í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins til þess að fjölga gjörgæslurýmum sem eru of fá á Landspítalanum, að mati Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurðlæknis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira