41 árs og spilaði bara einn leik á síðasta tímabili en fékk samt nýjan NBA samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:15 Udonis Haslem hefur ekki mikið farið inn á völlinn undanfarin ár og hefur tíma fyrir annað á leikjum Miami Heat. EPA-EFE/RHONA WISE Udonis Haslem er búinn að ganga frá nýjum samningi við Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta. Haslem kemst um leið í fámennan hóp. Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira