Nat-vélin þurfti að einangra sig frá restinni af íslenska landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ragnar Ágúst Nathanaelsson verður leikfær í kvöld þrátt fyrir veikindi síðustu daga. Skjámynd/KKÍ Þetta var ekki sérstök helgi fyrir landsliðsmiðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson sem er staddur úti í Svartfjallalandi með íslenska körfuboltalandsliðinu. Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira