Nat-vélin þurfti að einangra sig frá restinni af íslenska landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ragnar Ágúst Nathanaelsson verður leikfær í kvöld þrátt fyrir veikindi síðustu daga. Skjámynd/KKÍ Þetta var ekki sérstök helgi fyrir landsliðsmiðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson sem er staddur úti í Svartfjallalandi með íslenska körfuboltalandsliðinu. Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira