Ghani birti færslu á Facebooksíðu sinni fyrir um klukkustund þar sem hann ávarpar þjóð sína. Hann segir Talíbana hafa sigrað og að hann hafi nauðviljugur flúið landið. Hann gefur ekki upp hvert hann flúði.
Færslu Ghanis má sjá hér að neðan en hún er á pashto.
Hann segist hafa staðið frammi fyrir eyðileggingu Kabúl og píslardauða fjölmargra landa sinna. Það hefði valdið mannúðarkrísu í borginni ef hann hefði ekki flúið.
Hann segir það nú í höndum Talíbana að halda uppi heiðri Afgana. Þó segir hann að yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd enda hafi þeir eingöngu náð þeim með ofbeldi.