Talibanar hafa verið í stórsókn að undanförnu og tekið hverja afgönsku borgina á fætur annarri, aðeins fjórum mánuðum eftir að Bandaríkjaher tók að draga lið sitt út úr landinu.
Forstjóri Lyfjastofnunar segir stofnuninni ekki hafa borist tilkynning um lömun fyrir neðan mitti í kjölfar bólusetningar, en ung kona lýsir því að nákvæmlega það hafi komið fyrir hana í kjölfar örvunarbólusetningar.
Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök virkjanasinna hér á landi, um að aukin álframleiðsla hér á landi minnki losun, algjörlega óþolandi. Þetta sagði framkvæmdastjórinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði haldið þessu fram á landsfundi Miðflokksins. Þau mættust í Sprengisandi ásamt umhverfisráðherra.
Fréttamaður okkar á Suðurlandi segir þá frá því að allar varphænur landsins, sem eru um 260 þúsund talsins, muni sleppa úr búrum sínum næstu áramót. Frá og með þeim tíma verða þær þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.