Hættuspil íslensks ökuníðings vekur heimsathygli Snorri Másson skrifar 15. ágúst 2021 14:44 Mældur og brunar svo burt. Instagram Bandaríska myndbandsbloggið World Star Hip Hop birti nýlega myndband frá Íslandi, þar sem sjá má ungan bílstjóra leika hættulegan leik við lögregluna. Maðurinn deilir myndbandinu sjálfur á Instagram-síðu sinni. Þar má sjá hann blása í áfengismæli lögreglunnar, bíða niðurstöðunnar rólegur, en um leið og hún liggur fyrir - og hún virðist samkvæmt myndbandinu ætla að vera honum í óhag - stígur hann á bensíngjöfina. Því næst má sjá hann aka á ógnarhraða á brott frá lögreglunni, augljóslega ekki samkvæmt samkomulagi við hana: „Heyrðu, við sjáumst,“ segir hann við lögregluþjóninn. „Gaur, hann stakk lögguna af,“ segir þá myndatökumaðurinn. View this post on Instagram A post shared by WorldStar Hip Hop / WSHH (@worldstar) Myndbandið af honum hefur um nokkra hríð verið í dreifingu á meðal Íslendinga en hefur nú greinilega fært út kvíarnar á alþjóðavettvang. Athæfið vekur kátínu áhorfenda World Star Hip Hop og milljón manns hafa þegar horft á myndbandið á Instagram, þar sem bloggið birtir ferskustu hneykslin hverju sinni. Fylgjendurnir eru 32 milljónir á Instagram. Eftir nokkurra mínútna eftirför, þar sem hraðinn teygði sig upp í hátt í 180 kílómetra hraða á köflum, handsamaði lögregla manninn, eins og hann staðfestir í samtali við Vísi. Hér að neðan má sjá þá atburðarás eins og hún var sýnd á Instagram í beinni á dögunum. Umferð Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Maðurinn deilir myndbandinu sjálfur á Instagram-síðu sinni. Þar má sjá hann blása í áfengismæli lögreglunnar, bíða niðurstöðunnar rólegur, en um leið og hún liggur fyrir - og hún virðist samkvæmt myndbandinu ætla að vera honum í óhag - stígur hann á bensíngjöfina. Því næst má sjá hann aka á ógnarhraða á brott frá lögreglunni, augljóslega ekki samkvæmt samkomulagi við hana: „Heyrðu, við sjáumst,“ segir hann við lögregluþjóninn. „Gaur, hann stakk lögguna af,“ segir þá myndatökumaðurinn. View this post on Instagram A post shared by WorldStar Hip Hop / WSHH (@worldstar) Myndbandið af honum hefur um nokkra hríð verið í dreifingu á meðal Íslendinga en hefur nú greinilega fært út kvíarnar á alþjóðavettvang. Athæfið vekur kátínu áhorfenda World Star Hip Hop og milljón manns hafa þegar horft á myndbandið á Instagram, þar sem bloggið birtir ferskustu hneykslin hverju sinni. Fylgjendurnir eru 32 milljónir á Instagram. Eftir nokkurra mínútna eftirför, þar sem hraðinn teygði sig upp í hátt í 180 kílómetra hraða á köflum, handsamaði lögregla manninn, eins og hann staðfestir í samtali við Vísi. Hér að neðan má sjá þá atburðarás eins og hún var sýnd á Instagram í beinni á dögunum.
Umferð Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira