Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2021 18:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. „Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“ Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
„Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“
Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31
Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45