Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 16:34 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira