Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2021 14:35 Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmið sóttvarnaráðstafana í skólum séu sem fyrr að stuðla að öryggi og velferð nemenda, kennara og annars starfsfólks en jafnframt að tryggja, eftir því sem kostur er, kraftmikið og fjölbreytt skólastarf á öllum skólastigum. „Viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum. Rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geta gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskiptinga í starfsemi og aukinnar grímunotkunar, m.a. til að vernda viðkvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nemendur. Áhersla skal vera á sem eðlilegast skólastarf eins og kostur er á öllum skólastigum. Leikskólar: Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými. Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum. Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðar¬takmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar: Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými er 200. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Tónlistarskólar: Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Framhaldsskólar og skólar sem kenna á framhaldsskólastigi: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum framhaldsskóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Háskólar: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er fjallað sérstaklega um þrif og sótthreinsun rýma. Skóla skal þrífa eins og oft og unnt er, sér í lagi algenga snertifleti. Auk þess skal minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir, tryggja góða loftræstingu og lofta reglulega út. Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmið sóttvarnaráðstafana í skólum séu sem fyrr að stuðla að öryggi og velferð nemenda, kennara og annars starfsfólks en jafnframt að tryggja, eftir því sem kostur er, kraftmikið og fjölbreytt skólastarf á öllum skólastigum. „Viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum. Rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geta gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskiptinga í starfsemi og aukinnar grímunotkunar, m.a. til að vernda viðkvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nemendur. Áhersla skal vera á sem eðlilegast skólastarf eins og kostur er á öllum skólastigum. Leikskólar: Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými. Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum. Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðar¬takmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar: Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými er 200. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Tónlistarskólar: Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Framhaldsskólar og skólar sem kenna á framhaldsskólastigi: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum framhaldsskóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Háskólar: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er fjallað sérstaklega um þrif og sótthreinsun rýma. Skóla skal þrífa eins og oft og unnt er, sér í lagi algenga snertifleti. Auk þess skal minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir, tryggja góða loftræstingu og lofta reglulega út. Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira