Skólinn varla byrjaður og hundrað börn föst heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 11:46 Leikskóli Seltjarnarness starfar á fjórum starfstöðvum: Mánabrekku, Sólbrekku og Fögrubrekku sem standa á sömu lóð við Suðurströnd og leikskóladeildinni Holti í Seltjarnarneskirkju. Seltjarnarnes.is Eitt hundrað börn á Seltjarnarnesi geta í fyrsta lagi mætt aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 á þriðjudagskvöld. Fræðslustjóri segir foreldra taka sóttkví, sem ber upp við upphaf skólaársins, af æðruleysi. Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent