Síðast skoraði Breiðablik sjö en sá hlær best sem síðast hlær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2021 10:00 Mist Edvardsdóttir og stöllur hennar hafa skellt í lás eftir afhroðið gegn Blikum í fyrri umferðinni. Vísir/Elín Björg Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Val í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Breiðablik vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda 7-3 en Valur trónir nú á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Þegar liðin mættust í 5. umferð höfðu bæði lið óvænt tapað stigum í upphafi móts en leikurinn á Hlíðarenda kom öllum á óvart. Breiðablik vann stórsigur og það virtist svo gott sem staðfest að Íslandsmeistaratitilinn yrði áfram í Kópavogi. Breiðablik tapaði hins vegar tveimur af næstu þremur leikjum og þó Valur hafi gert jafntefli við Þór/KA skömmu eftir afhroðið þá hefur liðið unnið alla hina átta leikina sem það hefur spilað síðan þá. Þjálfarateymi Vals virðist hafa tekið þá ákvörðun að þetta varnarleikinn en Valur hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu síðan Breiðablik skoraði sjö. Þegar liðin ganga inn á Kópavogsvöll í kvöld er ljóst að heimakonur VERÐA að vinna leikinn til að eiga möguleika á að verja titilinn. Liðið hefur skorað langflest allra í deildinni en bæði Valur og Stjarnan hafa fengið á sig færri mörk. Máltækið segir að vörn vinni titla og Valskonur eru hársbreidd frá því að sanna það. Sigur í kvöld og titillinn er í augsýn. Þó Blikar hafi skorað sjö mörk í fyrri leik liðanna er ljóst að sá hlær best sem síðast hlær. Eins og staðan er í dag stefnir í að það verði Valur. Leikur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli hefst klukkan 19.15. Útsending Stöð 2 Sport hefst klukkan stundarfjórðung fyrr, klukkan 19.00. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 3-7 | Ótrúlegur leikur á Hlíðarenda Breiðablik heimsótti Val á Origo-vellinum í 5.umferð Pepsi Max deildarinnar. Blikastúlkur fóru gjörsamlega á kostum og enduðu leikar 7-3. 27. maí 2021 20:15 Bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði í morgun Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum virkilega ánægð með stórsigurinn á Val fyrr í kvöld. 27. maí 2021 20:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Þegar liðin mættust í 5. umferð höfðu bæði lið óvænt tapað stigum í upphafi móts en leikurinn á Hlíðarenda kom öllum á óvart. Breiðablik vann stórsigur og það virtist svo gott sem staðfest að Íslandsmeistaratitilinn yrði áfram í Kópavogi. Breiðablik tapaði hins vegar tveimur af næstu þremur leikjum og þó Valur hafi gert jafntefli við Þór/KA skömmu eftir afhroðið þá hefur liðið unnið alla hina átta leikina sem það hefur spilað síðan þá. Þjálfarateymi Vals virðist hafa tekið þá ákvörðun að þetta varnarleikinn en Valur hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu síðan Breiðablik skoraði sjö. Þegar liðin ganga inn á Kópavogsvöll í kvöld er ljóst að heimakonur VERÐA að vinna leikinn til að eiga möguleika á að verja titilinn. Liðið hefur skorað langflest allra í deildinni en bæði Valur og Stjarnan hafa fengið á sig færri mörk. Máltækið segir að vörn vinni titla og Valskonur eru hársbreidd frá því að sanna það. Sigur í kvöld og titillinn er í augsýn. Þó Blikar hafi skorað sjö mörk í fyrri leik liðanna er ljóst að sá hlær best sem síðast hlær. Eins og staðan er í dag stefnir í að það verði Valur. Leikur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli hefst klukkan 19.15. Útsending Stöð 2 Sport hefst klukkan stundarfjórðung fyrr, klukkan 19.00. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 3-7 | Ótrúlegur leikur á Hlíðarenda Breiðablik heimsótti Val á Origo-vellinum í 5.umferð Pepsi Max deildarinnar. Blikastúlkur fóru gjörsamlega á kostum og enduðu leikar 7-3. 27. maí 2021 20:15 Bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði í morgun Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum virkilega ánægð með stórsigurinn á Val fyrr í kvöld. 27. maí 2021 20:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 3-7 | Ótrúlegur leikur á Hlíðarenda Breiðablik heimsótti Val á Origo-vellinum í 5.umferð Pepsi Max deildarinnar. Blikastúlkur fóru gjörsamlega á kostum og enduðu leikar 7-3. 27. maí 2021 20:15
Bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði í morgun Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum virkilega ánægð með stórsigurinn á Val fyrr í kvöld. 27. maí 2021 20:45