Bréf til minnar kynslóðar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 15:00 Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar