Heimila veiði meira en tvöfalt fleiri úlfa en lagt var til Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 14:57 Talið er að finna megi um sex þúsund gráúlfa í Bandaríkjunum. Getty Ráðamenn í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gefa út 300 veiðileyfi á úlfa í ríkinu í haust. Það er meira en tvöfalt það sem sérfræðingar lögðu til. Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu. Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu.
Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira