Mest spennandi nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar: Sancho, Bailey, Konate og fleiri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 14:01 Jadon Sancho toppar lista Football365 yfir mest spennandi nýliða ensku úrvalsdeildarinnar. Ash Donelon/Getty Images Vefmiðillinn Football365 tók saman tíu áhugaverðustu nýliða ensku úrvalsdeildarinnar en tímabilið hefst á morgun með leik Brentford og Arsenal. Bæði lið eiga einn leikmann á listanum. Líkt og fyrir hvert tímabil hafa ensk úrvalsdeildarfélög eitt fúlgum fjár í nýja leikmenn. Mikil spenna er í loftinu, sumir þeirra eiga eftir að blómstra á meðan aðrir munu bogna undan pressunni og lítið sýna. Hér að neðan eru tíu leikmenn sem hafa allt til þess að blómstra og stuðningsfólk þeirra bíður í ofvæni eftir að sjá. Rico Henry, Brentford Mjög öflugur vinstri bakvörður sem hefur verið hluti af stórskemmtilegu liði Brentford í B-deildinni undanfarin tvö ár. Southampton horfði hýru auga til leikmannsins áður en Býflugurnar tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni. Valentino Livramento, Southampton Livramento er enn einn ungi leikmaðurinn sem yfirgefur Chelsea í leit að meiri spiltíma. Þessi 18 ára gamli leikmaður spilar í stöðu hægri bakvarðar og ekki líklegt að hann hefði fengið margar mínútur undir stjórn Thomas Tuchel í vetur. Er nú mættur í Southampton þar sem hann mun án efa fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Efri: Gil og Henry. Neðri: Lokonga og Guehi.EPA/Getty Images Albert-Mboyo Sambi Lokonga, Arsenal Þessi 21 árs gamli miðjumaður kemur frá Anderlecht í Belgíu og kostaði 15 milljónir punda. Lék sex leiki fyrir U-21 árs landslið Belgíu en á þó enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. Á að lífga upp á miðju Arsenal og veita mönnum á borð við Granit Xhaka, Thomas Partey og fleirum samkeppni. Francisco Trincao, Wolves Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins voru þegar Francisco Trincao fór frá Barcelona til Wolverhampton Wanderers. Börsungar eru í vandræðum fjárhagslega og Wolves ákvað því að sækja leikmanninn. Er einnig 21 árs gamall og verður spennandi að sjá hvernig hann aðlagast ensku deildinni. Marc Guehi, Crystal Palace Hluti af nýju Crystal Palace liði undir stjórn Patrick Vieira. Er einkar lunkinn með boltann en að sama skapi mjög líkamlega þroskaður þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Mun spila í hjarta varnarinnar ásamt Joachim Andersen sem kom frá Lyon. Leon Bailey, Aston Villa Ein af mest spennandi kaupum sumarsins. Aston Villa nýtti peninginn sem fékkst fyrir Jack Grealish vel og er Bailey einn af þeim sem var fenginn inn til að fylla skarð enska landsliðsmannsins. Bailey hefur leikið með Bayer Leverkusen við góðan orðstír undanfarin misseri og kom á óvart þegar Aston Villa landaði honum. Ibrahima Konate, Liverpool Einu kaup Liverpool til þessa í sumar. Kom frá RB Leipzig og á að hjálpa til við að leysa miðvarðarvandamál Liverpool-liðsins. Konate er 22 ára gamall Frakki sem fór til Leipzig árið 2017. Hefur leikið fjölda yngri landsleikja en aldrei A-landsleik. Konate og Bailey.EPA/Samsett Bryan Gil, Tottenham Hotspur Aðeins tvítugur að aldri. Kemur til Lundúna frá Sevilla. Mjög skemmtilegur leikmaður sem fær vonandi að njóta sín hjá Spurs. Er talinn líkjast Luis Figo eða Angel Di Maria á velli. Patson Daka, Leicester City Einkar snöggur framherji sem virðist eiga að leysa Jamie Vardy af hólmi þegar fram líða stundir. Skoraði 51 mark í aðeins 42 byrjunarliðsleikjum með RB Salzburg. Daka og GilEPA/Samsett Jadon Sancho, Manchester United Enska ungstirnið er loks komið aftur til Bretlandseyja eftir að hafa gert garðinn frægan með Borussia Dortmund. Er aðeins 21 árs gamall þrátt fyrir að fara verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Kom að 89 mörkum í 104 leikjum með Dortmund og á því að fríska enn frekar upp á sóknarleik Man Utd. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Líkt og fyrir hvert tímabil hafa ensk úrvalsdeildarfélög eitt fúlgum fjár í nýja leikmenn. Mikil spenna er í loftinu, sumir þeirra eiga eftir að blómstra á meðan aðrir munu bogna undan pressunni og lítið sýna. Hér að neðan eru tíu leikmenn sem hafa allt til þess að blómstra og stuðningsfólk þeirra bíður í ofvæni eftir að sjá. Rico Henry, Brentford Mjög öflugur vinstri bakvörður sem hefur verið hluti af stórskemmtilegu liði Brentford í B-deildinni undanfarin tvö ár. Southampton horfði hýru auga til leikmannsins áður en Býflugurnar tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni. Valentino Livramento, Southampton Livramento er enn einn ungi leikmaðurinn sem yfirgefur Chelsea í leit að meiri spiltíma. Þessi 18 ára gamli leikmaður spilar í stöðu hægri bakvarðar og ekki líklegt að hann hefði fengið margar mínútur undir stjórn Thomas Tuchel í vetur. Er nú mættur í Southampton þar sem hann mun án efa fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Efri: Gil og Henry. Neðri: Lokonga og Guehi.EPA/Getty Images Albert-Mboyo Sambi Lokonga, Arsenal Þessi 21 árs gamli miðjumaður kemur frá Anderlecht í Belgíu og kostaði 15 milljónir punda. Lék sex leiki fyrir U-21 árs landslið Belgíu en á þó enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. Á að lífga upp á miðju Arsenal og veita mönnum á borð við Granit Xhaka, Thomas Partey og fleirum samkeppni. Francisco Trincao, Wolves Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins voru þegar Francisco Trincao fór frá Barcelona til Wolverhampton Wanderers. Börsungar eru í vandræðum fjárhagslega og Wolves ákvað því að sækja leikmanninn. Er einnig 21 árs gamall og verður spennandi að sjá hvernig hann aðlagast ensku deildinni. Marc Guehi, Crystal Palace Hluti af nýju Crystal Palace liði undir stjórn Patrick Vieira. Er einkar lunkinn með boltann en að sama skapi mjög líkamlega þroskaður þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Mun spila í hjarta varnarinnar ásamt Joachim Andersen sem kom frá Lyon. Leon Bailey, Aston Villa Ein af mest spennandi kaupum sumarsins. Aston Villa nýtti peninginn sem fékkst fyrir Jack Grealish vel og er Bailey einn af þeim sem var fenginn inn til að fylla skarð enska landsliðsmannsins. Bailey hefur leikið með Bayer Leverkusen við góðan orðstír undanfarin misseri og kom á óvart þegar Aston Villa landaði honum. Ibrahima Konate, Liverpool Einu kaup Liverpool til þessa í sumar. Kom frá RB Leipzig og á að hjálpa til við að leysa miðvarðarvandamál Liverpool-liðsins. Konate er 22 ára gamall Frakki sem fór til Leipzig árið 2017. Hefur leikið fjölda yngri landsleikja en aldrei A-landsleik. Konate og Bailey.EPA/Samsett Bryan Gil, Tottenham Hotspur Aðeins tvítugur að aldri. Kemur til Lundúna frá Sevilla. Mjög skemmtilegur leikmaður sem fær vonandi að njóta sín hjá Spurs. Er talinn líkjast Luis Figo eða Angel Di Maria á velli. Patson Daka, Leicester City Einkar snöggur framherji sem virðist eiga að leysa Jamie Vardy af hólmi þegar fram líða stundir. Skoraði 51 mark í aðeins 42 byrjunarliðsleikjum með RB Salzburg. Daka og GilEPA/Samsett Jadon Sancho, Manchester United Enska ungstirnið er loks komið aftur til Bretlandseyja eftir að hafa gert garðinn frægan með Borussia Dortmund. Er aðeins 21 árs gamall þrátt fyrir að fara verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Kom að 89 mörkum í 104 leikjum með Dortmund og á því að fríska enn frekar upp á sóknarleik Man Utd.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn