Enginn af sérfræðingum BBC spáir Man. Utd titlinum en sjö hafa trú á Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 09:30 Chelsea vann Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor en hér fagna sigri þeir Antonio Ruediger, Timo Werner, Christian Pulisic, Kai Havertz, Tammy Abraham og Jorginho. EPA-EFE/Manu Fernandez Manchester United hefur bætt við sig einum besta miðverði heims og eytt einnig miklum pening í einn efnilegasta leikmann Englendinga. Það dugar þó ekki til að færa félaginu fyrsta Englandsmeistaratitilinn í níu ár ef marka má þá sem lifa og hrærast í umfjöllun um enska boltann í Englandi. Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst með leik Brentford og Arsenal annað kvöld. Breska ríkisútvarpið leitaði til allra sérfræðinga sinna og fékk þá til að spá fyrir um titilbaráttuna. Alls voru það tuttugu sérfræðingar sem skiluðu inn spá um fjögur efstu sætin og flestir þeirra hafa talsverða reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Premier League predictions 2021-22: BBC Sport pundits pick their top four: https://t.co/hidPkUNYqp— BBC Football News (@bbcfoot) August 12, 2021 Það þarf ekki að koma á óvart að flestir spá Manchester City liðinu enska meistaratitlinum eða þrettán af þessum tuttugu. Aðeins einn spái City neðar en öðru sætinu. Það eru samt sjö sem spá því að Chelsea verði enskur meistari næsta vor og meðal þeirra eru Alan Shearer, Chris Sutton, Matthew Upson og Rob Green. Það eru einnig bara tveir sérfræðingar sem spá Manchester United öðru sæti en það eru Nedum Onuoha og Lindsay Johnson. Allir aðrir eru með United í þriðja (9) eða fjórða sæti (9). 2021-22 Premier League: Capacity crowds, big signings, new bosses: https://t.co/dnwYtDoy7b— BBC Football News (@bbcfoot) August 12, 2021 Þrír spá Liverpool öðru sætinu en það eru Rob Green, Danny Murphy og Mark Lawrenson en þeir tveir síðastnefndu spiluðu báðir lengi með Liverpool. Sjö setja Liverpool í þriðja sætið og einn er ekki með Liverpool á topp fjórum en það er Jermaine Beckford. Hann setur Leicester í fjórða sætið. Þegar allar þessar tuttugu spár eru lagðar saman þá er Manchester City í fyrsta sæti, Chelsea í öðru sæti, Manchester United í þriðja sæti og Liverpool í fjórða sæti. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst með leik Brentford og Arsenal annað kvöld. Breska ríkisútvarpið leitaði til allra sérfræðinga sinna og fékk þá til að spá fyrir um titilbaráttuna. Alls voru það tuttugu sérfræðingar sem skiluðu inn spá um fjögur efstu sætin og flestir þeirra hafa talsverða reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Premier League predictions 2021-22: BBC Sport pundits pick their top four: https://t.co/hidPkUNYqp— BBC Football News (@bbcfoot) August 12, 2021 Það þarf ekki að koma á óvart að flestir spá Manchester City liðinu enska meistaratitlinum eða þrettán af þessum tuttugu. Aðeins einn spái City neðar en öðru sætinu. Það eru samt sjö sem spá því að Chelsea verði enskur meistari næsta vor og meðal þeirra eru Alan Shearer, Chris Sutton, Matthew Upson og Rob Green. Það eru einnig bara tveir sérfræðingar sem spá Manchester United öðru sæti en það eru Nedum Onuoha og Lindsay Johnson. Allir aðrir eru með United í þriðja (9) eða fjórða sæti (9). 2021-22 Premier League: Capacity crowds, big signings, new bosses: https://t.co/dnwYtDoy7b— BBC Football News (@bbcfoot) August 12, 2021 Þrír spá Liverpool öðru sætinu en það eru Rob Green, Danny Murphy og Mark Lawrenson en þeir tveir síðastnefndu spiluðu báðir lengi með Liverpool. Sjö setja Liverpool í þriðja sætið og einn er ekki með Liverpool á topp fjórum en það er Jermaine Beckford. Hann setur Leicester í fjórða sætið. Þegar allar þessar tuttugu spár eru lagðar saman þá er Manchester City í fyrsta sæti, Chelsea í öðru sæti, Manchester United í þriðja sæti og Liverpool í fjórða sæti.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira