Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 19:43 Sigtryggur Ari ásamt dóttur sinni, Þórdísi Önnu. Aðsend Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira