Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 19:43 Sigtryggur Ari ásamt dóttur sinni, Þórdísi Önnu. Aðsend Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira