Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Stutt verður fyrir nemendur Listaháskólans að fara að fá sér pylsu þegar starfsemi skólans flyst í Tollhúsið við Tryggvagötu. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira