Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:36 Jónas fer fyrir SafeTravel, sem er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Stöð 2 Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira