Cuomo hættir í skugga ásakana Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2021 16:14 Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York. AP/Mary Altaffer Andrew Cuomo hefur sagt af sér sem ríkisstjóri New York-ríkis. Það gerir hann eftir að ríkissaksóknari ríkisins birti skýrslu þar sem ríkisstjórinn er sakaður um áreitni í garð ellefu kvenna. Cuomo hefur verið ríkisstjóri í þrjú kjörtímabil en eftir að Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði skýrsluna hefur þrýstingur gegn honum aukist verulega. Forsvarsmenn Demókrataflokksins á landsvísu og í New York sögðu hann eiga að segja af sér. Þá stefndi jafnvel í að ríkisþingmenn New York myndu bola honum úr embætti. Kathy Hochul tekur við sem ríkisstjóri, þegar Cuomo lætur af embætti eftir tvær vikur. Hún er 62 ára gömul, Demókrati og fyrrverandi þingkona. Þá er hún fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra New York, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hafnaði ásökunum Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Kathy Hochul tekur formlega við embætti ríkisstjóra eftir tvær vikur.AP/Mark Lennihan Cuomo hafnaði mörgu af því sem hann var sakaður um. Hann sagði einhverjar ásakanir vera tilbúning og þvertók fyrir að hafa káfað á konum. Ríkisstjórinn viðurkenndi þó að hafa látið frá sér óviðeigandi ummæli og baðst afsökunar á því. Sjá einnig: Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Ríkisstjórinn naut mikillar athygli þegar Covid-19 herjaði hvað verst á íbúa New York og þótti hann í fyrstu standa sig mjög vel í embætti. Vinsældir hans jukust til muna á landsvísu þegar hann tók sterka afstöðu með því að fólk væri með grímur, héldi sig heima færi eftir sóttvarnartillögum. Fljótt kom þó í ljós að undir stjórn hans höfðu embættismenn hylmt yfir fjölda þeirra sem dóu á dvalarheimilum í ríkinu. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur harðlega fyrir að þvinga dvalarheimili til að taka við sjúklingum sem voru að jafna sig af Covid-19. Það mál er til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Bók til rannsóknar Einnig hafa saksóknarar í New York verið með nýja bók Cuomo til rannsóknar. Verið er að kanna hvort hann hafi brotið lög með því að láta opinbera starfsmenn sína hjálpa til við að skrifa bókina og auglýsa hana. Útlit var fyrir að Cuomo myndi sjálfur hagnast um um fimm milljónir dala á bókinni. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. 9. ágúst 2021 15:55 Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. 9. ágúst 2021 06:49 Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Cuomo hefur verið ríkisstjóri í þrjú kjörtímabil en eftir að Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði skýrsluna hefur þrýstingur gegn honum aukist verulega. Forsvarsmenn Demókrataflokksins á landsvísu og í New York sögðu hann eiga að segja af sér. Þá stefndi jafnvel í að ríkisþingmenn New York myndu bola honum úr embætti. Kathy Hochul tekur við sem ríkisstjóri, þegar Cuomo lætur af embætti eftir tvær vikur. Hún er 62 ára gömul, Demókrati og fyrrverandi þingkona. Þá er hún fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra New York, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hafnaði ásökunum Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Kathy Hochul tekur formlega við embætti ríkisstjóra eftir tvær vikur.AP/Mark Lennihan Cuomo hafnaði mörgu af því sem hann var sakaður um. Hann sagði einhverjar ásakanir vera tilbúning og þvertók fyrir að hafa káfað á konum. Ríkisstjórinn viðurkenndi þó að hafa látið frá sér óviðeigandi ummæli og baðst afsökunar á því. Sjá einnig: Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Ríkisstjórinn naut mikillar athygli þegar Covid-19 herjaði hvað verst á íbúa New York og þótti hann í fyrstu standa sig mjög vel í embætti. Vinsældir hans jukust til muna á landsvísu þegar hann tók sterka afstöðu með því að fólk væri með grímur, héldi sig heima færi eftir sóttvarnartillögum. Fljótt kom þó í ljós að undir stjórn hans höfðu embættismenn hylmt yfir fjölda þeirra sem dóu á dvalarheimilum í ríkinu. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur harðlega fyrir að þvinga dvalarheimili til að taka við sjúklingum sem voru að jafna sig af Covid-19. Það mál er til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Bók til rannsóknar Einnig hafa saksóknarar í New York verið með nýja bók Cuomo til rannsóknar. Verið er að kanna hvort hann hafi brotið lög með því að láta opinbera starfsmenn sína hjálpa til við að skrifa bókina og auglýsa hana. Útlit var fyrir að Cuomo myndi sjálfur hagnast um um fimm milljónir dala á bókinni.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. 9. ágúst 2021 15:55 Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. 9. ágúst 2021 06:49 Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. 9. ágúst 2021 15:55
Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. 9. ágúst 2021 06:49
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23