Fjöldi gekk langt inn á hraunið til að komast að rauðglóandi hrauni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 10:22 Sumir vildu komast nær en öruggt getur talist. Mynd/Kristján Kristinsson Töluverður fjöldi fólks lagði leið sína upp á nýtt hraunið við eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, til þess að komast nær rauðglóandi hrauni. Ítrekað hefur verið varað við slíku athæfi. Eldgosið var í góðum gír í gær og töluverður fjöldi fólks lagði leið sína þangað til að verða vitni að náttúruöflunum í allri sinni dýrð. Líkt og sjá á meðfylgjandi myndum sem Kristján Kristinsson tók í gærkvöldi lét töluverður fjöldi fólks hins vegar sér það ekki nægja að horfa á eldgosið úr öruggri fjarlægð. Ítrekað hefur verið varað við því að stíga á nýja hraunið.Mynd/Kristján Kristinsson Kristján var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og í samtali við Vísi segist hann hafa talið um fimmíu manns í allt að fimmtíu metra inn á hrauninu. „Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri einhver hópur sem væri kominn þarna en það byrjuðu nokkrir að fara og svo bara allt í einu kom strollan á eftir. Það virtist vera þannig að þegar ein byrjar þá byrja allar,“ segir Kristján. Töluverður fjöldi lagði það á sig að ganga á nýja hrauninu til að komast að rauðglóandi hrauni.Mynd/Kristján Kristinsson Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á hrauninu. Bent hefur verið á að þrátt fyrir að það virðist vera traust geti gríðarlegur hiti leynst undir því. Þá hefur verið varað við því að með því að fara út á hraunið sé fólk að setja björgunaraðila í „algjörlega vonlausa stöðu,“ fari hlutirnir á versta veg. Gosið var í góðum gír í kærkvöldið og hraunið rann í stríðum straumum.Mynd/Kristján Kristinsson „Fólk vildi greinilega komast nálægt hrauninu. Þetta voru svolítið margir sem létu vaða,“ segir Kristján sem var í sinni fimmtándu ferð upp að eldgosinu frá því það hófst í mars. „Þetta er við Stóra-hrút þegar þú ert búinn að labba alveg niður Langahrygg og ert búinn að koma aðeins fyrir Stóra-hrút. Þar var hraunið farið að renna niður, það hefur náttúrulega ekki sést heillengi, hraunið renna svona nálægt fólki,“ segir Kristján. Gestir hættu sér nálægt hraunflæðinu.Mynd/Kristján Kristinsson Engum virðist þó hafa orðið meint af bröltinu og þegar Kristján sneri aftur á sama stað tveimur tímum síðar var enginn út á hrauninu. Kristján segist ekki hafa orðið var við gæslu á svæðinu. „Fólk fer þarna inná og telur þetta vera traust,“ segir Kristján. „Maður bara veit aldrei hvað getur gerst.“ Sem fyrr segir var gosið í góðum gír í gærkvöldi og margir sem lögðu leið sína þangað í gær. Gosið virðst þó vera að hvíla sig þegar þessi orð eru skrifuð, líkt og sjá má hér að neðan í vefmyndavél Vísis sem vaktar gosið í beinni útsendingu. Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10. ágúst 2021 06:22 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6. ágúst 2021 15:22 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
Eldgosið var í góðum gír í gær og töluverður fjöldi fólks lagði leið sína þangað til að verða vitni að náttúruöflunum í allri sinni dýrð. Líkt og sjá á meðfylgjandi myndum sem Kristján Kristinsson tók í gærkvöldi lét töluverður fjöldi fólks hins vegar sér það ekki nægja að horfa á eldgosið úr öruggri fjarlægð. Ítrekað hefur verið varað við því að stíga á nýja hraunið.Mynd/Kristján Kristinsson Kristján var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og í samtali við Vísi segist hann hafa talið um fimmíu manns í allt að fimmtíu metra inn á hrauninu. „Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri einhver hópur sem væri kominn þarna en það byrjuðu nokkrir að fara og svo bara allt í einu kom strollan á eftir. Það virtist vera þannig að þegar ein byrjar þá byrja allar,“ segir Kristján. Töluverður fjöldi lagði það á sig að ganga á nýja hrauninu til að komast að rauðglóandi hrauni.Mynd/Kristján Kristinsson Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á hrauninu. Bent hefur verið á að þrátt fyrir að það virðist vera traust geti gríðarlegur hiti leynst undir því. Þá hefur verið varað við því að með því að fara út á hraunið sé fólk að setja björgunaraðila í „algjörlega vonlausa stöðu,“ fari hlutirnir á versta veg. Gosið var í góðum gír í kærkvöldið og hraunið rann í stríðum straumum.Mynd/Kristján Kristinsson „Fólk vildi greinilega komast nálægt hrauninu. Þetta voru svolítið margir sem létu vaða,“ segir Kristján sem var í sinni fimmtándu ferð upp að eldgosinu frá því það hófst í mars. „Þetta er við Stóra-hrút þegar þú ert búinn að labba alveg niður Langahrygg og ert búinn að koma aðeins fyrir Stóra-hrút. Þar var hraunið farið að renna niður, það hefur náttúrulega ekki sést heillengi, hraunið renna svona nálægt fólki,“ segir Kristján. Gestir hættu sér nálægt hraunflæðinu.Mynd/Kristján Kristinsson Engum virðist þó hafa orðið meint af bröltinu og þegar Kristján sneri aftur á sama stað tveimur tímum síðar var enginn út á hrauninu. Kristján segist ekki hafa orðið var við gæslu á svæðinu. „Fólk fer þarna inná og telur þetta vera traust,“ segir Kristján. „Maður bara veit aldrei hvað getur gerst.“ Sem fyrr segir var gosið í góðum gír í gærkvöldi og margir sem lögðu leið sína þangað í gær. Gosið virðst þó vera að hvíla sig þegar þessi orð eru skrifuð, líkt og sjá má hér að neðan í vefmyndavél Vísis sem vaktar gosið í beinni útsendingu.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10. ágúst 2021 06:22 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6. ágúst 2021 15:22 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10. ágúst 2021 06:22
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6. ágúst 2021 15:22
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum