Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 09:54 Latifa er hér til vinstri á myndinni, Marcus fyrir miðju og Sioned Taylor til hægri. skjáskot Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent. Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15