Langtíma sóttvarnaaðgerðir ekki kynntar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 08:36 Ríkisstjórnin boðar til fréttamannafundar að loknum ríkisstjórnar- og vinnufundi á Suðurnesjum. Forsætisráðherra reiknar með að þar verði greint frá hvað taki við af sóttvarnaráðstöfunum sem renna úr gildi á föstudag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki reiknað með að í dag verði kynntar sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. En ríkisstjórnin kemur saman til reglulegs fundar á Suðurnesjum í dag og fundar einnig með sveitarstjórnarfólki þar. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira