Langtíma sóttvarnaaðgerðir ekki kynntar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 08:36 Ríkisstjórnin boðar til fréttamannafundar að loknum ríkisstjórnar- og vinnufundi á Suðurnesjum. Forsætisráðherra reiknar með að þar verði greint frá hvað taki við af sóttvarnaráðstöfunum sem renna úr gildi á föstudag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki reiknað með að í dag verði kynntar sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. En ríkisstjórnin kemur saman til reglulegs fundar á Suðurnesjum í dag og fundar einnig með sveitarstjórnarfólki þar. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira