Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 20:59 Ómar Úlfur ferðaðist til landsins með Icelandair. Vísir/Vilhelm Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira