Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Tæplega tvö hundruð vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi. Langflestar þeirra eru virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjötíu og fimm manns eru nú í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni, sem flest eru óbólusett. Við ræðum við forstöðumann Reykjadals í tímanum.

Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð "rauð viðvörun" og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Rætt verður við unga aðgerðarsinna í loftslagsmálum í tímanum.

Þá segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að óbólusettir þurfi að fara sérstaklega varlega þessa dagana á meðan delta-afbrigði kórónuveirunnar er á ferð og flugi um samfélagið. Kári var gestur í Pallborðinu á Vísi í dag og við heyrum í honum.

Eldgosið í Geldingadal minnir á sig og þá heyrum við í ungu íslensku pari í Danmörku, smitað af Covid-19, sem fékk óvænt símtal.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×