Smit í Reykjadal: „Ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 10:44 Börn og ungmenni skemmta sér vel á sumrin í Reykjadal. slf.is Tæplega áttatíu manns eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni, um helgina. Forstöðukona Reykjadals segist sorgmædd yfir aðstæðunum en vonar að bólusetningar dugi til að verja þennan viðkvæma hóp. Starfsmaður í Reykjadal greindist með kórónuveiruna á laugardag og í beinu framhaldi voru allir, fimmtíu starfsmenn og tuttugu og sjö gestir, sendir í sóttkví, að sögn Margrétar Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadals. „Þetta er ofsalega viðkvæmur hópur sem var í dvöl hjá okkur og við erum auðvitað ekki róleg yfir þessum aðstæðum en það var ofboðslega góð samvinna milli foreldra, starfsfólks og gesta sem voru í Reykjadal sem varð til þess að við náðum að rýma húsið á mettíma og koma öllum heim í sóttkví.“ Margrét segir að góð samvinna hafi verið á milli Reykjadals, foreldra og smitrakningarteymisins. „Í fyrra við náðum að klára sumarið og náðum að klára allar okkar vikur og vorum auðvitað að vona það besta að við myndum ná því í sumar. Þetta er hópur sem að var búinn að bíða allra lengst eftir sinni sumardvöl og hópur sem hefur verið mikið einangraður a þessum tíma sem við höfum verið að kljast við vieuna þannig að það gerir þessar aðstæður enn erfiðari og eins og ég sagði áðan við erum bara ofsalega sorgmædd yfir þessum aðstæðum.“ Enginn hefur fundið fyrir einkennum frá því að veiran greindist, en starfsmaðurinn var sömuleiðis nær einkennalaus. „Við erum auðvitað bara ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum. Við vorum búin að eiga mjög góða daga með hópnum sem var í Reykjadal og okkur langaði ekkert frekar en að klára dvölina og skapa ógleymanlegar minningar með þessum gestum en svo eins og ég hef sagt þá læddist veiran inn með látum,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Starfsmaður í Reykjadal greindist með kórónuveiruna á laugardag og í beinu framhaldi voru allir, fimmtíu starfsmenn og tuttugu og sjö gestir, sendir í sóttkví, að sögn Margrétar Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadals. „Þetta er ofsalega viðkvæmur hópur sem var í dvöl hjá okkur og við erum auðvitað ekki róleg yfir þessum aðstæðum en það var ofboðslega góð samvinna milli foreldra, starfsfólks og gesta sem voru í Reykjadal sem varð til þess að við náðum að rýma húsið á mettíma og koma öllum heim í sóttkví.“ Margrét segir að góð samvinna hafi verið á milli Reykjadals, foreldra og smitrakningarteymisins. „Í fyrra við náðum að klára sumarið og náðum að klára allar okkar vikur og vorum auðvitað að vona það besta að við myndum ná því í sumar. Þetta er hópur sem að var búinn að bíða allra lengst eftir sinni sumardvöl og hópur sem hefur verið mikið einangraður a þessum tíma sem við höfum verið að kljast við vieuna þannig að það gerir þessar aðstæður enn erfiðari og eins og ég sagði áðan við erum bara ofsalega sorgmædd yfir þessum aðstæðum.“ Enginn hefur fundið fyrir einkennum frá því að veiran greindist, en starfsmaðurinn var sömuleiðis nær einkennalaus. „Við erum auðvitað bara ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum. Við vorum búin að eiga mjög góða daga með hópnum sem var í Reykjadal og okkur langaði ekkert frekar en að klára dvölina og skapa ógleymanlegar minningar með þessum gestum en svo eins og ég hef sagt þá læddist veiran inn með látum,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira