Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Phil Foden (til hægri) verður frá næsta mánuðinn. Þá er ólíklegt að Kyle Walker verði klár í slaginn er enska úrvalsdeildin fer af stað. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. Englandsmeistararnir hófu tímabilið á tapi er liðið mætti Leicester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það fer þó reyndar eftir því hvort fólk horfi á téðan leik sem mótsleik eða vináttuleik. Þar sem EM var loks spilað í sumar var ljóst að Pep Guardiola gæti ekki valið alla þá leikmenn sem hann vildi í upphafi móts þar sem sumir þeirra eru fyrst núna að snúa til baka eftir sumarfrí. Foden er þar á meðal en einnig voru Kyle Walker, John Stones, Edersen og Gabriel Jesus að skila sér til baka eftir þátttöku á EM og í Suður-Ameríkubikarnum. Nú er ljóst að Foden mun ekki geta tekið þátt þegar enska úrvalsdeildin fer af stað þar sem hann er enn meiddur á fæti. Hann varð fyrir meiðslunum á æfingu með enska landsliðinu fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu og gat því lítið annað gert en fylgst með er England beið lægri hlut á Wembley. Phil Foden out for a month as Manchester City face disrupted start to season | @TelegraphDucker https://t.co/ONwIjSj6Rm #MCFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2021 Ekki nóg með það að Foden sé frá vegna meiðsla og hinir fjórir rétt byrjaðir að æfa þá er Kevin De Bruyne einnig á meiðslalistanum vegna ökkla meiðsla en talið er að hann snúi fyrr til baka en Englendingurinn ungi. Að lokum er Aymeric Laporte í einangrun þar sem 101 greindust smituð af Covid-19 í flugi sem hann var í nýverið. Hann hefur þegar verið í einangrun í 4-5 daga en það er alls óvíst hvort hann nái leiknum gegn Tottenham Hotspur um næstu helgi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Englandsmeistararnir hófu tímabilið á tapi er liðið mætti Leicester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það fer þó reyndar eftir því hvort fólk horfi á téðan leik sem mótsleik eða vináttuleik. Þar sem EM var loks spilað í sumar var ljóst að Pep Guardiola gæti ekki valið alla þá leikmenn sem hann vildi í upphafi móts þar sem sumir þeirra eru fyrst núna að snúa til baka eftir sumarfrí. Foden er þar á meðal en einnig voru Kyle Walker, John Stones, Edersen og Gabriel Jesus að skila sér til baka eftir þátttöku á EM og í Suður-Ameríkubikarnum. Nú er ljóst að Foden mun ekki geta tekið þátt þegar enska úrvalsdeildin fer af stað þar sem hann er enn meiddur á fæti. Hann varð fyrir meiðslunum á æfingu með enska landsliðinu fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu og gat því lítið annað gert en fylgst með er England beið lægri hlut á Wembley. Phil Foden out for a month as Manchester City face disrupted start to season | @TelegraphDucker https://t.co/ONwIjSj6Rm #MCFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2021 Ekki nóg með það að Foden sé frá vegna meiðsla og hinir fjórir rétt byrjaðir að æfa þá er Kevin De Bruyne einnig á meiðslalistanum vegna ökkla meiðsla en talið er að hann snúi fyrr til baka en Englendingurinn ungi. Að lokum er Aymeric Laporte í einangrun þar sem 101 greindust smituð af Covid-19 í flugi sem hann var í nýverið. Hann hefur þegar verið í einangrun í 4-5 daga en það er alls óvíst hvort hann nái leiknum gegn Tottenham Hotspur um næstu helgi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira