Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2021 08:51 Enginn hefur verið tekinn af lífi fyrir guðlast frá 1986 en ákærðir verða oft fyrir árásum og eru jafnvel myrtir af æstum múg. Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. Fjölskylda drengsins er í felum og hundruð annarra fjölskyldna eru sagðar hafa flúið heimili sín af ótta við hefndaraðgerðir í Rahim Yar Khan í Punjab-héraði en eftir að fréttir bárust af atvikinu réðist hópur múslima á hof hindúa. Herinn hefur verið sendur á svæðið. Drengurinn, sem Guardian kýs að nefna ekki af ótta við afleiðingarnar fyrir hann og fjölskyldu hans, er sakaður um að hafa pissað á mottu í sal í skólanum þar sem trúarrit voru geymd. Er hann sagður hafa gert það viljandi. Það hefur vakið undrun og hneykslan að drengurinn hafi verið kærður fyrir guðlast en það þýðir að hann verður mögulega dæmdur til dauða. Einn aðstandenda drengsins sagði í samtali við Guardian að hann gerði sér ekki einu sinni grein fyrir hvað hann væri sakaður um. Lögunum sem banna guðlast er sagt hafa verið beitt gegn trúarlegum minnihlutahópum en þrátt fyrir að dauðarefsingunni hafi ekki verið beitt vegna guðlasts frá því að hún var tekin aftur upp árið 1986 verða ákærðir oft fyrir árásum og hafa verið myrtir af æstum múg. Lögregluyfirvöld á svæðinu segjast vera á höttunum eftir þeim sem rústuðu hofinu og þá hefur forsætisráðherra Pakistan, Imran Khan, fordæmt ofbeldið og heitið því að yfirvöld muni byggja hofið upp á nýtt. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Pakistan Trúmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Fjölskylda drengsins er í felum og hundruð annarra fjölskyldna eru sagðar hafa flúið heimili sín af ótta við hefndaraðgerðir í Rahim Yar Khan í Punjab-héraði en eftir að fréttir bárust af atvikinu réðist hópur múslima á hof hindúa. Herinn hefur verið sendur á svæðið. Drengurinn, sem Guardian kýs að nefna ekki af ótta við afleiðingarnar fyrir hann og fjölskyldu hans, er sakaður um að hafa pissað á mottu í sal í skólanum þar sem trúarrit voru geymd. Er hann sagður hafa gert það viljandi. Það hefur vakið undrun og hneykslan að drengurinn hafi verið kærður fyrir guðlast en það þýðir að hann verður mögulega dæmdur til dauða. Einn aðstandenda drengsins sagði í samtali við Guardian að hann gerði sér ekki einu sinni grein fyrir hvað hann væri sakaður um. Lögunum sem banna guðlast er sagt hafa verið beitt gegn trúarlegum minnihlutahópum en þrátt fyrir að dauðarefsingunni hafi ekki verið beitt vegna guðlasts frá því að hún var tekin aftur upp árið 1986 verða ákærðir oft fyrir árásum og hafa verið myrtir af æstum múg. Lögregluyfirvöld á svæðinu segjast vera á höttunum eftir þeim sem rústuðu hofinu og þá hefur forsætisráðherra Pakistan, Imran Khan, fordæmt ofbeldið og heitið því að yfirvöld muni byggja hofið upp á nýtt. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Pakistan Trúmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira