„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 8. ágúst 2021 13:19 Sigríður Á. Andersen telur þörf á að breyta sóttvarnaráðstöfunum á landamærunum. vísir/hanna Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira