„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 8. ágúst 2021 13:19 Sigríður Á. Andersen telur þörf á að breyta sóttvarnaráðstöfunum á landamærunum. vísir/hanna Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira