Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson og Árni Sæberg skrifa 7. ágúst 2021 13:55 Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira