Ótrúlegur endasprettur skilaði Hassan öðru gulli hennar á leikunum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 14:31 Hassan kemur fyrst í mark í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hollenska hlaupakonan Sifan Hassan fagnaði sigri í 10 þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í hádeginu. Hún vann þar með til sinna þriðju verðlauna á leikunum. Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images
Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira