Ótrúlegur endasprettur skilaði Hassan öðru gulli hennar á leikunum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 14:31 Hassan kemur fyrst í mark í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hollenska hlaupakonan Sifan Hassan fagnaði sigri í 10 þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í hádeginu. Hún vann þar með til sinna þriðju verðlauna á leikunum. Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images
Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira