Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 17:54 Hildigunnar Svavarsdóttir, nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012. Sjö sóttu um embætti forstjóra eftir að það var auglýst í júní. Ráðherra ákvað að skipa Hildigunni í framhaldi af álitsgerð hæfnisnefndar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Hildigunnur hefur BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og MS próf í heilbrigðisvísindum frá Glasgow Caledonian háskóla. Þá hefur hún lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Um Hildigunni segir í tilkynningu ráðuneytisins: Hildigunnur hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar. Hún hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk frá árinu 2012 ásamt því að vera klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá sama ári. Í störfum sínum sem framkvæmdastjóri hefur Hildigunnar öðlast víðtæka reynslu af rekstri og stjórnun svo og mannauðsstjórnun. Hún var forstöðumaður deildar kennslu, vísinda og gæða á SAk um tíu ára skeið, sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður tók Hildigunnur mjög virkan þátt í uppbyggingu gæðastarfs sem síðan leiddi til alþjóðlegrar gæðavottunar á SAk. Þá hefur hún verið virk í stefnumótun bæði innan hjúkrunar og fyrir SAk í heild sinni. Hún var skólastjóri Sjúkraflutningaskólans um í tíu ár og átti ríkan þátt í því að nám sjúkraflutningamanna fluttist á landsbyggðina. Hildigunnur var formaður Landssambands heilbrigðisstofnana í þrjú ár. Þá hefur Hildigunnar umtalsverða reynslu af kennslu og vísindum. Starfaði sem lektor við Háskólann á Akureyri (HA) í fimmtán ár og er nú með stöðu klínísks lektors við heilbrigðisvísindastofnun HA. Hildigunnur hefur verið virk í vísindastarfi og er meðhöfundur á greinum í erlendum tímaritum. Einnig hefur hún mikla reynslu af alþjóðastarfi, má þar nefna verkefnastjórn á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Hún hefur setið í stjórn Endurlífgunarráðs Evrópu í 15 ár og í framkvæmdastjórn ráðsins í fimm ár. Þá var hún í forsvari fyrir hóp leiðbeinenda sem fór á vegum Rauða kross Íslands þrisvar sinnum til Palestínu til að byggja upp þekkingu og þjálfun í endurlífgun í samstarfi við palestínska Rauða Hálfmánann. Akureyri Heilbrigðismál Vistaskipti Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sjö sóttu um embætti forstjóra eftir að það var auglýst í júní. Ráðherra ákvað að skipa Hildigunni í framhaldi af álitsgerð hæfnisnefndar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Hildigunnur hefur BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og MS próf í heilbrigðisvísindum frá Glasgow Caledonian háskóla. Þá hefur hún lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Um Hildigunni segir í tilkynningu ráðuneytisins: Hildigunnur hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar. Hún hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á SAk frá árinu 2012 ásamt því að vera klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá sama ári. Í störfum sínum sem framkvæmdastjóri hefur Hildigunnar öðlast víðtæka reynslu af rekstri og stjórnun svo og mannauðsstjórnun. Hún var forstöðumaður deildar kennslu, vísinda og gæða á SAk um tíu ára skeið, sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður tók Hildigunnur mjög virkan þátt í uppbyggingu gæðastarfs sem síðan leiddi til alþjóðlegrar gæðavottunar á SAk. Þá hefur hún verið virk í stefnumótun bæði innan hjúkrunar og fyrir SAk í heild sinni. Hún var skólastjóri Sjúkraflutningaskólans um í tíu ár og átti ríkan þátt í því að nám sjúkraflutningamanna fluttist á landsbyggðina. Hildigunnur var formaður Landssambands heilbrigðisstofnana í þrjú ár. Þá hefur Hildigunnar umtalsverða reynslu af kennslu og vísindum. Starfaði sem lektor við Háskólann á Akureyri (HA) í fimmtán ár og er nú með stöðu klínísks lektors við heilbrigðisvísindastofnun HA. Hildigunnur hefur verið virk í vísindastarfi og er meðhöfundur á greinum í erlendum tímaritum. Einnig hefur hún mikla reynslu af alþjóðastarfi, má þar nefna verkefnastjórn á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Hún hefur setið í stjórn Endurlífgunarráðs Evrópu í 15 ár og í framkvæmdastjórn ráðsins í fimm ár. Þá var hún í forsvari fyrir hóp leiðbeinenda sem fór á vegum Rauða kross Íslands þrisvar sinnum til Palestínu til að byggja upp þekkingu og þjálfun í endurlífgun í samstarfi við palestínska Rauða Hálfmánann.
Akureyri Heilbrigðismál Vistaskipti Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira