Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 15:22 Umhverfisstofnun hvetur fólk eindregið til þess að krota ekki á hraunið, ganga á því, skilja eftir rusl eða kasta steinum á hraunið. Umhverfisstofnun Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur nokkuð verið um grjótkast á hið nýstorknaða hraun, auk þess sem finna má rusl og einstaka krot á hraunið. Þá berast einnig reglulega fréttir þar sem fólk er eindregið varað við því að stíga á hraunið. Umhverfisstofnun minnir hins vegar á að eldhraun, líkt og það sem nú rennur á Reykjanesi, njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, og því er grjótkast upp á hraunið, krafs eða traðk í raun brot á þeirri vernd sem það á að njóta. Vilja að gestir sýni náttúrunni virðingu „Í rauninni eru þetta einstakar náttúruminjar sem eru þarna að myndast. Við erum bara að leggja áherslu á virðingu fyrir þessu. Þetta náttúrulega skemmir ásýndina fyrir öðrum sem eru að skoða náttúruna verða til,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þetta er ekki í lagi.Umhverfisstofnun Ef til vill er það freistandi fyrir suma að krota ævarandi ástarjátninu í hraunið, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sannleikurinn er þó sá að fyrir utan það að athæfið er brot á náttúruverndarlögum, er það einnig stórhættulegt. „Hraunið er gríðarlega heitt og getur tekið langan tíma að kólna sérstaklega þar sem gosið getur haldið áfram þó við sjáum ekki hreyfingu í gígnum sjálfum. Hraunið rennur þá undir svartri skelinni í hraunhellum eða hvelfingum. Hraunskelin getur auðveldlega brotnað og undir henni getur verið allt að 1200°C heitt hraun. Það er því varhugavert að klifra upp á hraunið og ganga ofan á því. Slík hegðun getur einnig skemmt jarðminjarnar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna málsins. „Þetta er náttúrulega líka öryggisatriði sem við erum að hugsa. Einhver hefur þurft að fara ofan á hraunið til að krota,“ segir Inga Dóra. Gríðarlegur hiti getur leynst undir hraunskelinni.Umhverfisstofnun Landverðir Umhverfisstofnunar eru til staðar við eldstöðvarnar til þess að leiðbeina gestum, en stofnunin beinir því til gesta að bera virðingu fyrir því sem þarna á sér stað. Þetta er einstakt sem er þarna að verða til, náttúrulegt ferli sem við helst sjá sem ósnerta náttúru. Umhverfismál Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur nokkuð verið um grjótkast á hið nýstorknaða hraun, auk þess sem finna má rusl og einstaka krot á hraunið. Þá berast einnig reglulega fréttir þar sem fólk er eindregið varað við því að stíga á hraunið. Umhverfisstofnun minnir hins vegar á að eldhraun, líkt og það sem nú rennur á Reykjanesi, njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, og því er grjótkast upp á hraunið, krafs eða traðk í raun brot á þeirri vernd sem það á að njóta. Vilja að gestir sýni náttúrunni virðingu „Í rauninni eru þetta einstakar náttúruminjar sem eru þarna að myndast. Við erum bara að leggja áherslu á virðingu fyrir þessu. Þetta náttúrulega skemmir ásýndina fyrir öðrum sem eru að skoða náttúruna verða til,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þetta er ekki í lagi.Umhverfisstofnun Ef til vill er það freistandi fyrir suma að krota ævarandi ástarjátninu í hraunið, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sannleikurinn er þó sá að fyrir utan það að athæfið er brot á náttúruverndarlögum, er það einnig stórhættulegt. „Hraunið er gríðarlega heitt og getur tekið langan tíma að kólna sérstaklega þar sem gosið getur haldið áfram þó við sjáum ekki hreyfingu í gígnum sjálfum. Hraunið rennur þá undir svartri skelinni í hraunhellum eða hvelfingum. Hraunskelin getur auðveldlega brotnað og undir henni getur verið allt að 1200°C heitt hraun. Það er því varhugavert að klifra upp á hraunið og ganga ofan á því. Slík hegðun getur einnig skemmt jarðminjarnar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna málsins. „Þetta er náttúrulega líka öryggisatriði sem við erum að hugsa. Einhver hefur þurft að fara ofan á hraunið til að krota,“ segir Inga Dóra. Gríðarlegur hiti getur leynst undir hraunskelinni.Umhverfisstofnun Landverðir Umhverfisstofnunar eru til staðar við eldstöðvarnar til þess að leiðbeina gestum, en stofnunin beinir því til gesta að bera virðingu fyrir því sem þarna á sér stað. Þetta er einstakt sem er þarna að verða til, náttúrulegt ferli sem við helst sjá sem ósnerta náttúru.
Umhverfismál Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34
Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07